Formannskosningar Sjálfstæðisflokksins
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður þann 25. maí 1929 við sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Á landsfundi flokksins er forysta flokksins kosin og stundum fara einnig formannsskosningar fram.[1]
1929
breytaVið sameininguna þann 25. maí 1929 ákvað framkvæmdaráð flokksins að útnefna Jón Þorláksson, formann Íhaldsflokksins og fyrrum forsætisráðherra Íslands sem fyrsta formann Sjálfstæðisflokksins og gerðist það þann 29. maí 1929. Aðrir sem að komu til greina sem formaður voru Magnús Guðmundsson, Sigurður Eggerz og Jakob Möller. Þingmenn Frjálslynda flokksins vildu helst fá Ólaf Thors eða Pétur Ottesen sem formann.[2]
1934
breytaJóni Þorlákssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var bolað úr embætti þann 2. október 1934 og var Ólafur Thors kosinn nýr formaður í staðinn á fundi miðstjórnar og þingmanna. Um var að ræða óhefðbundnar formannskosningar þar sem ákvörðun var tekin í þess að kjósa formann úr hópi einstaklinga.[3]
1961
breytaBjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins sjálfkrafa án þess að efna til kosningar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þann 22. október 1961. Ákveðið var að skipta um formann þar sem að Ólafur Thors sagði af sér sem forsætisráðherra þann 8. september 1961 vegna veikinda og varð Bjarni Benediktsson að forsætisráðherra. Hinsvegar þann 31. desember 1961 varð Ólafur Thors aftur að forsætisráðherra þegar að veikindi hans luku, en hann varð þó ekki að formanni aftur. Þann 14. nóvember 1963 sagði Ólafur af sér sem forsætisráðherra og Bjarni tók þá aftur við sem forsætisráðherra.
Frambjóðandi | Staða | Niðurstaða |
---|---|---|
Forsætisráðherra Íslands (1961, 1963-1970)
Utanríkisráðherra Íslands (1947-1953) Dóms- og kirkjumálaráðherra Íslands (1947-1949, 1950-1956, 1959-1961, 1962-1963) Menntamálaráðherra Íslands (1949-1950, 1953-1956) Heilbrigðisráðherra Íslands (1959-1961, 1962-1963) Iðnaðarráðherra Íslands (1959-1961, 1962-1963) |
Kosinn án mótframboðs |
1971
breytaJóhann Hafstein, iðnaðarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins varð sjálfkrafa að formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra Íslands þann 10. júlí 1970 við andlát Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins í brunanum á Þingvöllum. Á landsfundi flokksins þann 25. apríl 1971 var Jóhann Hafstein fyrst staðfestur sem kjörinn formaður flokksins eftir að hafa einungis verið til bráðabirgða til næsta landsfunds í upphafi. Hann fékk engin mótframboð.
Frambjóðandi | Staða | % | Atkvæði |
---|---|---|---|
Formaður Sjálfstæðisflokksins (1970-1973)
Forsætisráðherra Íslands (1970-1971) Dóms-, kirkjumála- og iðnaðarráðherra Íslands (1961, 1963-1970) |
82,8% | 582 |
1975
breytaHaustið 1973 var formaður Sjálfstæðisflokksins, Jóhann Hafstein illa haldinn af veikindum og þann 12. október 1973 sagði hann af sér formennsku vegna heilsubrests og tók Geir Hallgrímsson, varaformaður flokksins við sem formaður. Hann leiddi Sjálfstæðisflokkinn í Alþingiskosningunum 1974 til mikils sigurs og varð hann að forsætisráðherra í kjölfarið. Geir Hallgrímsson var kosinn formaður flokksins þann 3. maí 1975 og var endanlega staðfestur sem kjörinn formaður flokksins eftir að hafa einungis verið til bráðabirgða til næsta landsfunds frá október 1973. Hann fékk engin mótframboð.
Frambjóðandi | Staða | % | Atkvæði |
---|---|---|---|
Formaður Sjálfstæðisflokksins (1973-1983)
Forsætisráðherra Íslands (1974-1978) Borgarstjóri Reykjavíkur (1959-1972) |
86,8% | 650 |
1979
breytaÁ landsfundi Sjálfstæðisflokksins þann 7. maí 1979 var Geir Hallgrímsson endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins en hann fékk mótframboð frá þingmanninum og fyrrum knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni, vegna mikils taps flokksins í Alþingiskosningunum 1978.
Frambjóðandi | Staða | % | Atkvæði |
---|---|---|---|
Formaður Sjálfstæðisflokksins (1973-1983)
Forsætisráðherra Íslands (1974-1978) Borgarstjóri Reykjavíkur (1959-1972) |
70,5% | 594 | |
Albert | Alþingismaður Reykjavíkur (1974-1989) | 24,7% | 208 |
1981
breytaGeir Hallgrímsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins þann 1. nóvember 1981 á landsfundi flokksins. Sérstök staða var uppi í flokknum en í ársbyrjun 1980 myndaði Gunnar Thoroddsen þingmaður flokksins ríkisstjórn með stuðning hálfs þingsflokksins. Einn ráðherra í ríkisstjórn Gunnars úr röðum Sjálfstæðismanna var Pálmi Jónsson og fór hann á móti formanninum Geiri Hallgrímssyni, sem að var einnig oddviti stærsta stjórnarandstöðuflokksins.
Frambjóðandi | Staða | % | Atkvæði |
---|---|---|---|
Formaður Sjálfstæðisflokksins (1973-1983)
Forsætisráðherra Íslands (1974-1978) Borgarstjóri Reykjavíkur (1959-1972) |
65,9% | 637 | |
Pálmi Jónsson | Landbúnaðarráðherra Íslands (1980-1983) | 21,6% | 209 |
1983
breytaÞorsteinn Pálsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins þann 6. nóvember 1983. Geir Hallgrímsson formaður til tíu ára ákvað að gefa ekki aftur kost á sér eftir að hafa ekki náð þingsæti í Alþingiskosningunum 1983. Friðrik Sophusson, varaformaður og Birgir Ísleifur Gunnarrsson, fyrrum Borgarstjóri Reykjavíkur fóru í framboð á móti Þorsteini.
Frambjóðandi | Staða | % | Atkvæði |
---|---|---|---|
Þingmaður Suðurlands (1983-1999) | 56,7% | 608 | |
Þingmaður Reykjavíkur (1978-1998) | 26,8% | 281 | |
Birgir Ísleifur | Borgarstjóri Reykjavíkur (1972-1978)
Þingmaður Reykjavíkur (1979-1991) |
16,8% | 180 |
1991
breytaÞorsteinn Pálsson sóttist eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins þann 10. mars 1991. Hann leiddi flokkinn í gegnum kosningarnar 1987 og varð að forsætisráðherra þangað til í september 1988 þegar að ríkisstjórn hans sprakk. Davíð Oddsson, borgarstjóri Reykjavíkur sem að nýtti mikilla vinsælla vann Þorstein og var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í eina skipti í beinni kosningu innan flokksins þar sem að sitjandi formaður tapaði formannskjöri.
Frambjóðandi | Staða | Lýsti yfir framboði | % | Atkvæði |
---|---|---|---|---|
Borgarstjóri Reykjavíkur (1982-1991) | 25. febrúar 1991[4] | 52,8% | 733 | |
Formaður Sjálfstæðisflokksins (1983-1991)
Forsætisráðherra Íslands (1987-1988) Fjármálaráðherra Íslands (1985-1987) |
1. desember 1990[5] | 46,9% | 651 |
2005
breytaDavíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti þann 7. september 2005 afsögn sína sem formaður flokksins.[6] Geir H. Haarde var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins þann 18. október 2005, en hann var einn í framboði.
Frambjóðandi | Staða | Lýsti yfir framboði | % | Atkvæði |
---|---|---|---|---|
Utanríkisráðherra Íslands (2005-2006)
Fjármálaráðherra Íslands (1998-2005) |
7. september 2005[7] | 94,3% | 1083 |
2009
breytaÞann 23. janúar 2009 tilkynnti Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra afsögn sína sem formaður.[8] Formannskosningar fóru því fram þann 29. mars 2009, mánuði fyrir Alþingiskosningarnar 2009 þar sem að Bjarni Benediktsson vann sigur á Kristjáni Þór Júlíussyni, fyrrum bæjarstjóra Akureyrar.
Frambjóðandi | Staða | Lýsti yfir framboði | % | Atkvæði |
---|---|---|---|---|
Þingmaður Suðvesturkjördæmis (2003-2025) | 31. janúar 2009[9] | 58,1% | 990 | |
Þingmaður Norðausturkjördæmis (2007-2021)
Bæjarstjóri Akureyrar (1998-2006) |
22. mars 2009[10] | 40,4% | 688 |
2010
breytaFormannskosningar fóru fram í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins þann 26. júní 2010. Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður á móti Pétri Blöndal. Formannskosningarnar voru óvæntar þar sem að Pétur lýsti yfir framboði sínu sama dag og þær fóru fram.
Frambjóðandi | Staða | Lýsti yfir framboði | % | Atkvæði |
---|---|---|---|---|
Formaður Sjálfstæðisflokksins (2009-2025) | 17. apríl 2010[11] | 61,9% | 573 | |
Þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður (2007-2013) | 26. júní 2010[12] | 30,3% | 281 |
2011
breytaFormannskosningar fóru fram í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins þann 20. nóvember 2011. Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður á móti fyrrum borgarstjóranum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.
Frambjóðandi | Staða | Lýsti yfir framboði | % | Atkvæði |
---|---|---|---|---|
Formaður Sjálfstæðisflokksins (2009-2025) | 25. maí 2011[13] | 54,9% | 727 | |
Hanna Birna | Borgarstjóri Reykjavíkur (2008-2010) | 3. nóvember 2011[14] | 43,6% | 577 |
2022
breytaFormannskosningar fóru fram í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins þann 6. nóvember 2022. Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfisráðherra. Eftir að orðrómar um framboð Guðlaugs fóru fyrst að hljóma bauð Guðlaugur honum Bjarna að hann myndi ekki fara í framboð ef að hann myndi verða fjármálaráðherra, sem að Bjarni samþykkti ekki.
Frambjóðandi | Staða | Lýsti yfir framboði | % | Atkvæði |
---|---|---|---|---|
Formaður Sjálfstæðisflokksins (2009-2025)
Fjármála- og efnahagsráðherra Íslands (2013-2017, 2017-2023) Forsætisráðherra Íslands (2017) |
4. ágúst 2022[15] | 59,4% | 1.010 | |
Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Íslands (2021-2024)
Utanríkisráðherra Íslands (2017-2021) |
30. október 2022[16] | 40,4% | 687 |
2025
breytaFormannskosningar fara fram í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins þann 2. mars 2025. Þann 6. janúar 2025 tilkynnti Bjarni Benediktsson, formaður til sextán ára að hann myndi segja af sér sem formaður og þingmennsku á næsta landsfundi. Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn frá 2013 til 2024 en eftir nokkuð tap í Alþingiskosningunum 2024 þar sem að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ekki næstu ríkisstjórn sagði Bjarni af sér.
Frambjóðandi | Staða | Lýsti yfir framboði |
---|---|---|
Háskóla, vísinda, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands (2021-2024)
Dómsmálaráðherra Íslands (2019-2021) |
26. janúar 2025[17] | |
Dómsmálaráðherra Íslands (2023-2024) | 8. febrúar 2025[18] |
Mögulegir frambjóðendur
breyta- Jón Gunnarsson, fyrrum dómsmálaráðherra og samgönguráðherra
- Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis
- Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður og þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður
- Ólafur Adolfsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis
- Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Höfnuðu framboði
breyta- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi varaformaður og fyrrum utanríkisráðherra og fjármálaráðherra[19]
- Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrum utanríkisráðherra, umhverfisráðherra og frambjóðandi í formannskosningunum 2022[20]
- Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs[21]
- Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur[22]
- Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss[23]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Morgunblaðið - 48. tölublað (27.02.1991) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 20 janúar 2025.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 20 janúar 2025.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 20 janúar 2025.
- ↑ Íslendingur. „Formannskjörið 1991 - aðdragandi og eftirmáli“. Íslendingur - vefrit Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Sótt 20 janúar 2025.
- ↑ „Dagblaðið Vísir - DV - 277. tölublað - Helgarblað (01.12.1990) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 20 janúar 2025.
- ↑ „Davíð hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins í 5295 daga“. www.mbl.is. Sótt 18 janúar 2025.
- ↑ „Geir H. Haarde býður sig fram til formanns“. www.mbl.is. Sótt 18 janúar 2025.
- ↑ „Geir með illkynja æxli í vélinda - kosið í maí“. www.mbl.is. Sótt 18 janúar 2025.
- ↑ „Bjarni staðfestir framboð“. www.mbl.is. Sótt 18 janúar 2025.
- ↑ „Kristján Þór í formanninn - Vísir“. visir.is. 22. mars 2009. Sótt 18 janúar 2025.
- ↑ „Bjarni vill að landsfundi verði flýtt - Vísir“. visir.is. 17 apríl 2010. Sótt 18 janúar 2025.
- ↑ „Pétur Blöndal í formanninn - Vísir“. visir.is. 26 júní 2010. Sótt 18 janúar 2025.
- ↑ „Landsfundur í nóvember“. www.mbl.is. Sótt 18 janúar 2025.
- ↑ „Hanna Birna býður sig fram“. www.mbl.is. Sótt 18 janúar 2025.
- ↑ „Bjarni vill vera formaður áfram - RÚV.is“. RÚV. 4 ágúst 2022. Sótt 18 janúar 2025.
- ↑ Sæberg, Árni (30 október 2022). „Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna - Vísir“. visir.is. Sótt 18 janúar 2025.
- ↑ Stefánsson, Jón Þór (26 janúar 2025). „Áslaug ætlar í formanninn - Vísir“. visir.is. Sótt 26 janúar 2025.
- ↑ Daðason, Kolbeinn Tumi (2 ágúst 2025). „Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína - Vísir“. visir.is. Sótt 8 febrúar 2025.
- ↑ Magnúsdóttir, Ásta Hlín (23 janúar 2025). „Þórdís Kolbrún ætlar ekki fram - RÚV.is“. RÚV. Sótt 25 janúar 2025.
- ↑ Signýjardóttir, Ástrós (3 febrúar 2025). „Guðlaugur Þór býður sig ekki fram til formanns Sjálfstæðisflokksins - RÚV.is“. RÚV. Sótt 4 febrúar 2025.
- ↑ „Ásdís segir formannsframboð ekki á dagskrá“. www.mbl.is. Sótt 18 janúar 2025.
- ↑ „„Aukahlutverk henta mér illa"“. www.mbl.is. Sótt 18 janúar 2025.
- ↑ „Elliði útilokar formannsframboð“. www.mbl.is. Sótt 18 janúar 2025.