Gagásíska útvarpið
Gagásíska útvarpið (gagásíska: Gagauziya Radio Televizionu kulesi, skammstafað GRT; moldóvska: Teleradio-Gagauzia, skammstafað TRG) er eina sjónvarpsstöðin með aðsetur í Komrat og sendir út í Gagásíu. Rásin á í samstarfi við Tyrkneska ríkisútvarpið. Hægt er að sjá sjónvarpsrás Gagásíska útvarpsins í gegnum gervihnött frá Turksat 3A frá 2018.[1]
Sjónvarpið hóf útsendingar árið 1989 og árið 2004 sendi það út sérstaka sjónvarpsrás sem bauð upp á umræður um pólitík, efnahagsmál, samfélagsmál og menningu.
Heimildir
breyta- ↑ „GRT Gagauziya Radio Televizionu“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. júní 2019. Sótt 3. september 2020.