Joker (kvikmynd)
Joker er bandarísk kvikmynd frá árinu 2019 í leikstjórn Todd Phillips. Myndin, þar sem Joaquin Phoenix fer með aðalhlutverk, er byggð á persónum úr DC Comics. Hún fjallar um Arthur Fleck, trúð og misheppnaðan uppistandara sem þjáist af andlegum veikindum. Robert De Niro, Zazie Beetz og Frances Conroy fara með aukahlutverk.
Joker | |
---|---|
![]() | |
Leikstjóri | Todd Phillips |
Höfundur |
|
Framleiðandi |
|
Leikarar | |
Tónlist | Hildur Guðnadóttir |
Fyrirtæki |
|
Dreifiaðili | Warner Bros. Pictures |
Frumsýning |
|
Lengd | 122 mínútur[1] |
Land | Bandaríkin |
Tungumál | enska |
Ráðstöfunarfé | $55–70 milljónir |
Heildartekjur | $1,079 milljarðar[2][3] |
Framhald | Joker: Folie à Deux |
Phillips fékk hugmyndina fyrir Joker árið 2016 og skrifaði handritið með Scott Silver árið 2017. Myndin notar lauslega söguþræði úr Batman: The Killing Joke (1988) og The Dark Knight Returns (1986). Tökur fóru fram í New York-borg, Jersey City og Newark frá september til desember 2018.
Joker var frumsýnd á 76. alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þann 31. ágúst 2019 og sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum og Íslandi þann 4. október sama ár. Myndin þénaði yfir 1 milljarð bandaríkjadala á heimsvísu og var sjötta tekjuhæsta kvikmynd ársins 2019.[2][3] Joker hlaut fjölmörg verðlaun, þar með talið Óskarsverðlaun þar sem Phoenix hlaut verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki (Best Actor) og Hildur Guðnadóttir fyrir bestu frumsömdu kvikmyndatónlistina (Best Original Score).[4] Framhaldsmyndin, Joker: Folie à Deux, var frumsýnd 4. október 2024.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Joker (15)“. BBFC. 24. september 2019. Afrit af uppruna á 30. september 2019. Sótt 13 október 2019.
- ↑ 2,0 2,1 „Joker“. Box Office Mojo. IMDb. Afrit af uppruna á 13 febrúar 2021. Sótt 13 febrúar 2021.
- ↑ 3,0 3,1 „Joker (2019)“. The Numbers. Afrit af uppruna á 9 nóvember 2019. Sótt 13 febrúar 2021.
- ↑ Freyr Gígja Gunnarsson (10 febrúar 2020). „Hildur vann Óskarinn fyrst Íslendinga“. RÚV. Afrit af upprunalegu geymt þann 13 febrúar 2020. Sótt 11 febrúar 2020.