Todd Phillips
bandarískur kvikmyndagerðarmaður
Todd Phillips (f. Todd Philip Bunzl; 19. desember 1970) er bandarískur kvikmyndagerðarmaður. Phillips hóf ferilinn sinn árið 1993 og hefur leikstýrt kvikmyndum eins og Road Trip, Old School, Starsky & Hutch, School for Scoundrels og kvikmyndaseríunni The Hangover. Árið 2019 skrifaði Phillips handritið og leikstýrði sálfræðitryllinum Joker, sem byggir á samnefndri persónu úr DC Comics.[1] Myndin var frumsýnd á 76. kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem hún hlaut aðalverðlaunin, Gullljónið.[2] Phillips fékk þrjár tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir Joker, fyrir bestu kvikmynd (Best Picture), besta leikstjóra (Best Director) og besta handrit byggt á öðru verki (Best Adapted Screenplay).
Todd Phillips | |
---|---|
![]() Phillips árið 2024 | |
Fæddur | Todd Philip Bunzl 19. desember 1970 |
Menntun | New York-háskóli |
Störf |
|
Ár virkur | 1993–í dag |
Tilvísanir
breyta- ↑ „The Joker Origin Story On Deck: Todd Phillips, Scott Silver, Martin Scorsese Aboard WB/DC Film“. Deadline Hollywood. 22 ágúst 2017.
- ↑ Tartaglione, Nancy (31 ágúst 2019). „'Joker' Is Wild, Gets Eight-Minute Standing Ovation At Venice Film Festival“. Deadline Hollywood. Afrit af uppruna á 31 ágúst 2019. Sótt 31 ágúst 2019.
Tenglar
breyta Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.